Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 21. júlí 2015 21:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pepsi-kvenna: Blikar rétt mörðu Aftureldingu - Valur vann KR
Rakel Hönnudóttir skoraði sigurmark Blika
Rakel Hönnudóttir skoraði sigurmark Blika
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valsskonur unnu KR
Valsskonur unnu KR
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Topplið Breiðabliks vann í kvöld nauman 1-0 sigur á botnliði Aftureldingar.

Eina mark leiksins skoraði Rakel Hönnudóttir á 70. mínútu en áður hafði Telma Hjaltalín Þrastardóttir, leikmaður Blika, verið rekin af velli.

Á Hlíðarenda vann svo Valur mjög góðan 3-1 sigur á nágrönnunum í KR.

Elín Metta Jensen og Katja Maanane skoruðu fyrir Val með mínútu millibili fyrri hálfleik og staðan því 2-0 í hálfleik Valskonum í vil.

Katja Maanane bætti við marki um miðja seinni hálfleik en Sigríður María S Sigurðardóttir náði að klóra í bakkann fyrir gestina stuttu síðar.

Breiðablik er áfram taplaust á toppi deildarinnar með 31 stig, á meðan er Afturelding í hinum enda töflunnar með aðeins eitt stig.

Valskonur skutust upp í þriðja sætið með 21 stig og KR er í áttunda sæti með sex stig.

Breiðablik 1-0 Afturelding
1-0 Rakel Hönnudóttir ('70)
Rautt spjald: Telma Hjaltalín Þrastardóttir, Breiðablik ('46)

Valur 3-1 KR
1-0 Elín Metta Jensen ('17)
2-0 Katia Maanane ('18)
3-0 Katia Maanane ('65)
3-1 Sigríður María S Sigurðardóttir ('71)
Smelltu hér til að lesa nánar um leikinn
Athugasemdir
banner