Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 21. júlí 2015 20:04
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pepsi-kvenna: Þór/KA í engum vandræðum með Þrótt
Kayla Grimsley og Sandra María Jessen skoruðu báðar í kvöld
Kayla Grimsley og Sandra María Jessen skoruðu báðar í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þór/KA 5 - 1 Þróttur R.
1-0 Klara Lindberg ('5)
2-0 Sandra María Jessen ('48)
3-0 Kayla June Grimsley ('66, víti)
4-0 Anna Rakel Pétursdóttir ('77)
4-1 Madison Sarah Solow ('83)
5-1 Kayla June Grimsley ('89)
Smelltu hér til að lesa nánar um leikinn

Þór/KA átti í litlum sem engum vandræðum með Þrótt R. í fyrsta leik kvöldsins í Pepsi-deild kvenna.

Klara Lindberg braut ísinn fyrir Þór/KA snemma leiks með marki eftir hornspyrnu.

Sandra María Jessen skoraði svo snemma í seinni hálfeik áður en Kayla June Grimsley bætti við marki úr vítaspyrnu.

Anna Rakel Pétursdóttir gerði stöðu heimakvenna ennþá vænlegri en Þróttur R. náði þó að mnnka muninn, en það gerði Madison Sarah Solow. Kayla June Grimsley batt svo endahnútinn á leikinn fyrir Þór/KA.

Öruggur sigur heimakvenna staðreynd og fara þær í 18 stig í fimmta sæti, en Þróttur R. er í næst neðsta sæti með aðeins tvö stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner