Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   þri 21. júlí 2015 17:00
Magnús Már Einarsson
Rooney: Vonsvikinn ef ég næ ekki yfir 20 mörkum
Vill komast yfir 250 mörkin.
Vill komast yfir 250 mörkin.
Mynd: EPA
Wayne Rooney hefur sett stefnuna á að skora yfir 20 mörk á næsta tímabili en búist er við að hann verði aðal framherji Manchester United eftir að hafa leikið af og til aftar á vellinum undanfarin ár.

Rooney skoraði 14 mörk á síðasta tímabili en hann vill ná yfir tuttugu mörkum og bæta um leið markamet Bobby Charlton hjá United.

Charlton skoraði 249 mörk í 758 leikjum með United frá 1956 til 1973 en Rooney er kominn með 230 mörk í 479 leikjum.

„Ég hef alltaf sagt að besta staða mín er framherji þar sem ég get komist inn í vítateiginn," sagði Rooney.

„Þau tvö tímabil sem ég hef spilað einn frammi eru þau tvö tímabil sem ég hef skorað mest. Ég vonast til að geta skorað 20 mörk eða meira á ný. Ef ég spila sem fremsti maður þá verð ég vonsvikinn ef ég næ því ekki."
Athugasemdir
banner
banner
banner