„Við vorum miklu betri allan síðari hálfleikinn," sagði Þorsteinn Halldórsson þjálfari Breiðabliks eftir 1-0 sigur á Aftureldingu í Pepsi-deild kvenna í kvöld.
Blikar voru manni færri nánast allan síðari hálfleikinn eftir að Telma Hjaltalín Þrastardóttir fékk rauða spjaldið fyrir að sparka í Helen Lynskey. Þrátt fyrir það náði Rakel Hönnudóttir að skora sigurmarkið.
Topplið Blika var lengi að brjóta ísinn gegn Aftureldingu í dag og í síðustu viku var liðið tölvuert lengi að afgreiða Þrótt sem er í næstneðsta sæti deildarinnar.
Blikar voru manni færri nánast allan síðari hálfleikinn eftir að Telma Hjaltalín Þrastardóttir fékk rauða spjaldið fyrir að sparka í Helen Lynskey. Þrátt fyrir það náði Rakel Hönnudóttir að skora sigurmarkið.
Topplið Blika var lengi að brjóta ísinn gegn Aftureldingu í dag og í síðustu viku var liðið tölvuert lengi að afgreiða Þrótt sem er í næstneðsta sæti deildarinnar.
„Auðvitað talar maður um hugarfar. Kannski síast það inn í að við erum að spila við lið sem eru á allt öðrum stað í deildinni. Þessi íþrótt snýst rosalega mikið um hugarfar og kannski spilaði það inn í í fyrri hálfleik."
Ásta Eir Árnadóttir og Halla Margrét Hinriksdóttir eru á leið til Bandaríkjanna í skóla í ágúst og Þorsteinn segir að möguleiki sé á að Breiðablik nái í liðsstyrk.
„Við erum að skoða og hugsa okkar mál. Við sjáum hvað gerist," sagði Þorsteinn.
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir