PSG og Man Utd gætu gert skiptidíl - Engar viðræður um Salah - Konate má fara fyrir 15 milljónir punda
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
   þri 21. júlí 2015 21:39
Magnús Már Einarsson
Þorsteinn: Þessi íþrótt snýst rosalega mikið um hugarfar
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við vorum miklu betri allan síðari hálfleikinn," sagði Þorsteinn Halldórsson þjálfari Breiðabliks eftir 1-0 sigur á Aftureldingu í Pepsi-deild kvenna í kvöld.

Blikar voru manni færri nánast allan síðari hálfleikinn eftir að Telma Hjaltalín Þrastardóttir fékk rauða spjaldið fyrir að sparka í Helen Lynskey. Þrátt fyrir það náði Rakel Hönnudóttir að skora sigurmarkið.

Topplið Blika var lengi að brjóta ísinn gegn Aftureldingu í dag og í síðustu viku var liðið tölvuert lengi að afgreiða Þrótt sem er í næstneðsta sæti deildarinnar.

„Auðvitað talar maður um hugarfar. Kannski síast það inn í að við erum að spila við lið sem eru á allt öðrum stað í deildinni. Þessi íþrótt snýst rosalega mikið um hugarfar og kannski spilaði það inn í í fyrri hálfleik."

Ásta Eir Árnadóttir og Halla Margrét Hinriksdóttir eru á leið til Bandaríkjanna í skóla í ágúst og Þorsteinn segir að möguleiki sé á að Breiðablik nái í liðsstyrk.

„Við erum að skoða og hugsa okkar mál. Við sjáum hvað gerist," sagði Þorsteinn.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir