Sádar búast við því að Salah fari frá Liverpool í sumar - Vicario á blaði hjá Inter - Palace hefur rætt við Úlfana um Strand Larsen
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
banner
   þri 21. júlí 2015 21:39
Magnús Már Einarsson
Þorsteinn: Þessi íþrótt snýst rosalega mikið um hugarfar
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við vorum miklu betri allan síðari hálfleikinn," sagði Þorsteinn Halldórsson þjálfari Breiðabliks eftir 1-0 sigur á Aftureldingu í Pepsi-deild kvenna í kvöld.

Blikar voru manni færri nánast allan síðari hálfleikinn eftir að Telma Hjaltalín Þrastardóttir fékk rauða spjaldið fyrir að sparka í Helen Lynskey. Þrátt fyrir það náði Rakel Hönnudóttir að skora sigurmarkið.

Topplið Blika var lengi að brjóta ísinn gegn Aftureldingu í dag og í síðustu viku var liðið tölvuert lengi að afgreiða Þrótt sem er í næstneðsta sæti deildarinnar.

„Auðvitað talar maður um hugarfar. Kannski síast það inn í að við erum að spila við lið sem eru á allt öðrum stað í deildinni. Þessi íþrótt snýst rosalega mikið um hugarfar og kannski spilaði það inn í í fyrri hálfleik."

Ásta Eir Árnadóttir og Halla Margrét Hinriksdóttir eru á leið til Bandaríkjanna í skóla í ágúst og Þorsteinn segir að möguleiki sé á að Breiðablik nái í liðsstyrk.

„Við erum að skoða og hugsa okkar mál. Við sjáum hvað gerist," sagði Þorsteinn.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner