Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 21. júlí 2015 21:31
Elvar Geir Magnússon
Úrskurður aganefndar: Patrick Pedersen í bann
Patrick Pedersen fékk gult gegn Leikni.
Patrick Pedersen fékk gult gegn Leikni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Patrick Pedersen, markahæsti leikmaður Pepsi-deildarinnar, verður ekki með Val þegar liðið mætir Víkingi í Pepsi-deildinni á laugardag.

Pedersen fékk gult spjald þegar Valur vann Leikni 1-0 í Breiðholtinu í gær en Hlíðarendaliðið er tveimur stigum á eftir toppliði KR. Daninn hefur fengið fjögur gul spjöld og er því á leið í leikbann.

Emil Atlason spilar líklega sinn fyrsta leik fyrir Val á laugardag en hann gekk í raðir félagsins í dag.

Á sunnudagskvöld mætir Fylki grönnum sínum í Fjölni en Árbæingar verða án tveggja leikmanna sem aganefndin dæmdi í leikbann í dag. Það eru Jóhannes Karl Guðjónsson og Ragnar Bragi Sveinsson.

Á sama tíma leikur ÍA gegn Leikni en Albert Hafsteinsson verður í banni hjá Skagamönnum eftir rauða spjaldið sem hann fékk gegn Stjörnunni á sunnudag.

Þá verður Jonathan Barden í banni hjá ÍBV þegar liðið leikur gegn Stjörnunni í Garðabænum á sunnudag.

Miðverðir hjá Blikum og KR í bann
Sjónvarpsleikur umferðarinnar verður á mánudag þegar Breiðablik heimsækir KR. Miðverði vantar í bæði lið vegna uppsafnaðra áminninga. Hjá Blikum tekur Damir Muminovic út bann en Rasmus Christiansen verður í banni hjá KR-ingum.

Á fundi aganefndarinnar voru nokkrir leikmenn í 1. deildinni úrskurðaðir í bann vegna uppsafnaðra áminninga: Magnús Már Lúðvíksson hjá Fram, Tomislav Misura hjá Grindavík, Kenan Turudija hjá Víkingi Ólafsvík og Aron Ýmir Pétursson hjá Þrótti.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner