Búið er að færa leik KA og FH í Pepsi-deild karla til laugardagsins 5. ágúst klukkan 16:00.
Leikurinn fer því fram um verslunarmannahelgina.
Upphaflega átti leikurinn að fara fram sunnudaginn 30. júlí en honum var frestað vegna leikja FH við Maribor frá Slóveníu í 3. umferð Meistaradeildarinnar.
Fyrri leikur FH fer fram á miðvikudaginn í Slóveníu og sá síðari er viku síðar. Í kjölfarið mætir FH liði KA þann 5. ágúst.
Leikurinn fer því fram um verslunarmannahelgina.
Upphaflega átti leikurinn að fara fram sunnudaginn 30. júlí en honum var frestað vegna leikja FH við Maribor frá Slóveníu í 3. umferð Meistaradeildarinnar.
Fyrri leikur FH fer fram á miðvikudaginn í Slóveníu og sá síðari er viku síðar. Í kjölfarið mætir FH liði KA þann 5. ágúst.
Eftir leikinn gegn KA fer FH í 4. umferð Meistaradeildarinnar í ágúst ef liðið vinnur Maribor. Tap þar þýðir að FH fer í fjórðu umferð Evrópudeildarinnar. Í báðum tilvikum er um að ræða umspil um sæti í riðlakeppni.
Oftast hefur verið frí í Pepsi-deildinni um verslunarmannahelgina en vegna þátttöku liða í Evrópukeppni hafa stundum farið fram leikir á þessum tíma. Þar má nefna eftirminnilegan leik ÍBV og FH árið 2013 þar sem um það bil 4000 áhorfendur mættu á völlinn.
Athugasemdir