Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   fim 21. ágúst 2014 20:30
Ívan Guðjón Baldursson
2. deild: Góð endurkoma Reynis skilar dýrmætum stigum
Reynismenn voru búnir að tapa tveimur í röð áður en þeir mættu í Mosfellsbæinn í dag.
Reynismenn voru búnir að tapa tveimur í röð áður en þeir mættu í Mosfellsbæinn í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Tveimur leikjum var að ljúka í 2. deildinni þar sem Reynir Sandgerði nældi sér í þrjú gífurlega mikilvæg stig í fallbaráttunni eftir að hafa lent tveimur mörkum undir á fyrsta hálftíma leiksins.

KF lagði þá Dalvík/Reyni og er svo gott sem búið að tryggja þátttökurétt sinn í 2. deildinni fram til næsta árs.

Gunnar Wigelund og Elvar Ingi Vignisson komu Mosfellingum yfir gegn Reynismönnum en Ásgrímur Gunnarsson skoraði tvennu og jafnaði áður en Birkir Björnsson skoraði sigurmarkið á 61. mínútu.

Afturelding er sex stigum frá fallsæti á meðan Reynir er í fallsæti með fimmtán stig, tveimur stigum fyrir ofan botnlið Njarðvíkur sem á leik til góða.

Afturelding 2 - 3 Reynir Sandgerði
1-0 Gunnar Wigelund ('12)
2-0 Elvar Ingi Vignisson ('26)
2-1 Ásgrímur Gunnarsson ('32)
2-2 Ásgrímur Gunnarsson ('52)
2-3 Birkir Björnsson ('61)

KF 3 - 1 Dalvík/Reynir
1-0 Gabríel Reynisson ('24)
1-1 Sindri Ólafsson ('32)
2-1 Jakob Hafsteinsson ('39)
3-1 Gabríel Reynisson ('56)
Athugasemdir
banner
banner
banner