fim 21. ágúst 2014 07:30
Magnús Már Einarsson
Borgar fólki fyrir að mæta á völlinn
Mynd: Getty Images
Jamie Waltham, eigandi og knattspyrnustjóri Hull United, ætlar að prófa nýja leið til að fá fólk til að mæta á leiki liðsins í ensku utandeildinni.

Waltham ætlar að borga hverjum einasta stuðningsmanni sem mætir á næsta leik liðsins tvö pund eða um 388 krónur.

,,Ef 500 manns mæta þá mun ég borga 1000 pund (194 þúsund) því að ég tel að þú þurfir stundum að gefa af þér áður en þú færð eitthvað til baka," sagði Waltham.

Spennandi verður að sjá hvort þessi tilraun hans verði til þess að fleiri mæti á næsta leik Hull United.
Athugasemdir
banner
banner
banner