Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
Viktor Jóns: Get skorað mörk hvar sem er
Ómar Ingi: Eðlilega verður róðurinn þyngri
Siggi Höskulds: Áttum að skora miklu fleiri mörk
Mikael: Ef menn vilja vera áfram í KFA þurfa menn að horfa á þennan leik
Eyþór: Talað um báða titlana frá fyrsta samtali
   fim 21. ágúst 2014 22:41
Mist Rúnarsdóttir
Freyr: Vorum bitin í rassinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsþjálfarinn Freyr Alexandersson var vitanlega vonsvikinn eftir 0-1 tapið gegn Dönum í kvöld. Úrslitin þýða að draumur Íslands um að komast á Heimsmeistaramótið að ári er orðinn að engu. Hann hrósaði sínum leikmönnum þó fyrir fínan leik á köflum og vonast til að þær klári undankeppnina með sæmd þrátt fyrir vonbrigðin í kvöld.

„Fyrri hálfleikur var mjög góður. Pressan var frábær og við fengum færin sem við ætluðum að fá. En þú veist hvernig fótboltinn er. Ef þú klárar ekki færin þá geturðu verið bitinn í rassinn og við lentum í því í dag.“

Íslenska liðið var frábært í fyrri hálfleik en það var ekki eins mikill krafur í því í síðari hálfleik. Við spurðum Frey út í muninn á hálfleikjunum.

„Gríðarleg orka og vilji að ná þessu fyrsta marki í fyrri hálfleik, sem við ætluðum okkur að gera. Það skapaði það að við fengum hérna frábær upphlaup, frábær færi og hefðum bara átt að ganga frá þessum leik þar. Í seinni hálfleik vorum við allt í lagi fyrstu mínúturnar en svo þegar þetta mark kemur þá er bara eins og við fáum sjokk og náum okkur ekki upp úr því. Það var eins og við hefðum ekki trú á því. Við náðum ekki að kafa eftir þessari orku sem þarf og svo er náttúrulega möguleiki að við séum bara ekki í nægilega góðu standi til að spila hápressu svona lengi. Ég geri mér alveg grein fyrir því. En, hinsvegar, ef við hefðum skorað þetta mark þá hefðum við getað siglt þessu heim eins og við ætluðum okkur. En svona er þetta bara.“

Íslenska liðiði virtist vel skipulagt til að mæta því danska og Freyr segir lítið hafa komið á óvart hjá gestunum, nema hvað að öflugi sóknarmaðurinn Nadia Nadim var ekki í leikmannahópi þeirra.

„Nadia Nadim var ekki í leikmannahópnum. Hún átti að vera í hópnum. Það er það eina sem kom mér á óvart. Leikskipulagið var það sama og okkar áherslur virkuðu og við áttum bara að ganga frá þessu. Við gerðum það ekki í dag.“

Næstu verkefni liðsins eru heimaleikir gegn Ísrael og Serbíu í september. Freyr býst ekki við að það verði erfitt að gíra íslensku leikmennina upp fyrir þá leiki þó það verði aðeins leikið upp á stoltið.

„Það eru Ísrael og Serbía, 13. og 17. september. Það eru næstu verkefni og við þurfum bara að klára þetta mót með sæmd og fá eins mikið út úr þeim verkefnum og hægt er."

„Það verður ekki erfitt, býst ég við. Við sjáum það þegar að því kemur en þessar stelpur eru bara svo frábærir íþróttamenn og fyrirmyndir að ég trúi engu öðru en að þær muni koma og njóta þess að spila á heimavelli eins og vanalega.“


Að lokum þakkaði Freyr áhorfendum fyrir stuðninginn en það voru 3.595 manns á vellinum í kvöld.

„Ég veit ekki hvað komu margir en mér fannst orka frá stúkunni á köflum og ég var ánægður með það fólk sem mætti. Það hafði áhuga á að mæta og gaf af sér og ég þakka þeim kærlega fyrir stuðninginn.“

Hægt er að horfa á viðtalið við landsliðsþjálfarann í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner