Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 21. ágúst 2014 11:10
Magnús Már Einarsson
Mackay og Moody í vandræðum eftir sms skilaboð
Malky Mackay.
Malky Mackay.
Mynd: Getty Images
Iain Moody, yfirmaður íþróttamála hjá Crystal Palace, hefur sagt upp starfi sínu hjá félaginu.

Moody ákvað að gera þetta eftir að Daily Mail birti í gærkvöldi lista yfir sms skilaboð sem fóru á milli hans og Malky Mackay þegar þeir störfuðu báðir hjá Cardiff.

SMS skilaboðin eru fjölmörg en þar eru þeir meðal annars með kynþáttafordóma, hommahatur og niðrandi skilaboð í garð kvenna.

Mackay var nálægt því að taka við sem stjóri Crystal Palace fyrr í vikunni en félagið hætti við að ráða hann þegar það frétti af sms skilaboðunum sem fóru á milli hans og Moody á sínum tíma.

Mackay var rekinn frá Cardiff í desember síðastlðinum en Moody hafði fengið að taka pokann sinn tveimur mánuðum áður.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner