Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 21. ágúst 2014 19:00
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: Sky 
Mackay tilbúinn til að verjast alvarlegum ásökunum
Það styttist í ummæli frá Mackay varðandi þetta leiðindamál.
Það styttist í ummæli frá Mackay varðandi þetta leiðindamál.
Mynd: Getty Images
SMS skilaboðum milli knattspyrnustjórans Malky Mackay og Ian Moody, fyrrverandi yfirmann íþróttamála hjá Crystal Palace, lak á netið og hafa samræður tvímenninganna gert allt vitlaust í fjölmiðlum í Bretlandi.

Í skilaboðunum birtust skoðanir sem byggjast á kynþáttaníð, hómófóbíu og karlrembu.

Mackay var við það að taka við Crystal Palace þegar skilaboðin voru gerð opinber og er enska knattspyrnusambandið að rannsaka málið.

Talsmenn Mackay segja alla þessa sögu koma stjóranum gríðarlega á óvart og segja hann vera tilbúinn til að verjast ásökunum í náinni framtíð.
Athugasemdir
banner
banner