Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fim 21. ágúst 2014 23:15
Ívan Guðjón Baldursson
Myndband: Materazzi skorar á Zidane
Eitt frægasta atvik knattspyrnusögunnar var þegar Zidane skallaði Materazzi.
Eitt frægasta atvik knattspyrnusögunnar var þegar Zidane skallaði Materazzi.
Mynd: Getty Images
Eins og flestir hafa tekið eftir þá eru flestar ofurstjörnur heimsins að hella ísköldu vatni yfir sig til að vekja athygli á hræðilegum taugasjúkdóm sem kallast ýmist AML (amyotrophic lateral sclerosis) eða MND (motor neurone disease).

Áskorunin virkar þannig að einhver hellir ísköldu vatni yfir sig og skorar á einstakling að gera slíkt hið sama og þannig gengur þetta koll af kolli.

Marco Materazzi tók einnig þátt í áskoruninni og nýtti tækifærið til að skora á Zinedine Zidane, eða Zizou.

Materazzi og Zidane eiga sína sögu frá því á HM 2006 þegar Zidane skallaði Materazzi í úrslitaleik mótsins og var rekinn af velli í sínum síðasta knattspyrnuleik.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner