Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   fim 21. ágúst 2014 18:16
Ívan Guðjón Baldursson
Napoli lánar Vargas til QPR (Staðfest)
Eduardo Vargas og Alexis Sanchez eru góðir saman í sóknarlínu Síle.
Eduardo Vargas og Alexis Sanchez eru góðir saman í sóknarlínu Síle.
Mynd: Getty Images
QPR hafði betur gegn Sunderland í baráttunni um sóknarmanninn Eduardo Vargas frá Síle.

Vargas kemur á eins árs lánssamningi frá Napoli, en sóknarmaðurinn hefur skorað 15 mörk í 32 landsleikjum og 6 mörk í 19 leikjum fyrir Napoli.

Vargas er 24 ára gamall og bætist í fjölmenna sóknarlínu QPR þar sem hann þarf að berjast við menn á borð við Loic Remy, Charlie Austin og Bobby Zamora um byrjunarliðssæti.

Vargas hittir samlanda sinn og vin Mauricio Isla, sem er hjá QPR á lánssamning frá Juventus.
Athugasemdir
banner
banner