Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 21. ágúst 2014 12:30
Elvar Geir Magnússon
Paul Scholes hræddur um framtíð Man Utd
Paul Scholes, fyrrum miðjumaður Man Utd.
Paul Scholes, fyrrum miðjumaður Man Utd.
Mynd: Getty Images
Paul Scholes telur að Manchester United þurfi að kaupa fimm öfluga leikmenn til að forðast það að lenda ekki í eyðimerkurgöngu.

Þessi fyrrum miðjumaður Manchester United skrifaði pistil í Independent þar sem hann talar um vonbrigðatímabilið 2013-14.

„Mér líður illa að þurfa að gagnrýna félagið sem ég tileinkaði líf mitt sem fótboltamaður. En United þarf að bregðast við og gera miklar breytingar. Liðið þarf fimm leikmenn. Ekki fimm leikmenn sem eru efnilegir heldur fimm virkilega öfluga leikmenn sem hafa sannað sig," skrifar Scholes.

Hann segir að sóknarmenn Manchester United séu á við þá bestu í deildinni en það sem sé þar fyrir aftan sé ekki nægilega gott.

„Fimm óskaleikmenn í mínum huga væru: Xabi Alonso, Sami Khedira, Raphaël Varane, Angel Di Maria og Mats Hummels. Fimm af þessum leikmönnum eru hjá Real Madrid og það væri ansi erfitt að landa þeim öllum. En United þarf leikmenn í þessum styrkleika á þessu stigi."

„Sú staðreynd að ég var enn að spila fyrir United 38 ára gamall var merki þess að það var ekki nægilega mikil pressa á okkur eldri leikmenn frá þeim sem voru að reyna að koma sér inn í liðið. Eftir að hafa horft á Manchester City og Chelsea er ljóst að United er langt frá þessum liðum og það er áhyggjuefni. United er jafnvel ekki í sama styrkleika og Arsenal og Liverpool sem eru í næsta flokki fyrir neðan."

„Ed Woodward segir alltaf að peningarnir séu til staðar. Nú er tími til kominn að byrja að eyða þessum peningum."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner