Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 21. ágúst 2014 19:29
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: Daily Mail. 
Samband knattspyrnustjóra kemur Mackay til varnar
,,Vingjarnleg stríðni"
Það eru erfiðir tímar framundan hjá Malky Mackay sem gerði garðinn frægan hjá Cardiff.
Það eru erfiðir tímar framundan hjá Malky Mackay sem gerði garðinn frægan hjá Cardiff.
Mynd: Getty Images
Malky Mackay er búinn að biðjast fyrirgefningar fyrir ummæli sín og hefur samband knattspyrnustjóra sent frá sér yfirlýsingu þar sem ummæli stjórans eru afsökuð.

Talið er að skoðað hafi verið um 70 þúsund smáskilaboð og 100 þúsund tölvupósta frá stjóranum.

,,Samband knattspyrnustjóra vill skýra hvar það stendur í sambandi við nýlega opinberun smáskilaboða og tölvupósta frá stjóratíð Malky Mackay hjá Cardiff City FC," stendur í yfirlýsingunni.

,,Það kom í ljós að nokkur stutt smáskilaboð frá Malky hafi verið mjög slæm og full af óvirðingu. Þetta voru einkaskilaboð sem voru send á mjög erfiðum tíma fyrir Malky hjá Cardiff.

,,Malky var undir mikilli pressu hjá félaginu og hann var að hleypa reiðinni út með vingjarnlegri stríðni milli sín og Ian Moody. Malky veit að hann hefði átt að hegða sér betur."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner