fim 21. ágúst 2014 10:20
Magnús Már Einarsson
Heimild: BBC 
Xabi Alonso til Manchester United?
Powerade
Xabi Alonso.
Xabi Alonso.
Mynd: Getty Images
Tiote er á óskalista Arsenal.
Tiote er á óskalista Arsenal.
Mynd: Getty Images
Það eru ýmsar slúðursögur í gangi í enskum fjölmiðlum í dag.



Fernando Torres gæti verið á leið til Roma en Chelsea vill skipta á honum og framherjanum Mattia Destro. (Times)

Arsenal hefur sagt Galatasaray að félagið sé tilbúið að selja Lukas Podolski. Joel Campbell er hins vegar ekki til sölu. (Daily Mirror)

Manchester United er að íhuga tilboð í Xabi Alonso fyrrum miðjumann Liverpool. (Daily Express)

Viðræður United við Real Madrid um Angel Di Maria eru í fullum gangi. Argentínumaðurinn gæti farið til Englands fyrir helgi. (Mundodeportivo)

Liverpool ætlar að borga tólf milljónir punda til að fá Radamel Falcao framherja Monaco á láni. Manchester United og Juventus hafa einnig áhuga. (RMC)

Arsenal ætlar að hafa betur geng Lokomotiv Moskvu í baráttunni um Cheick Tiote miðjumann Newcastle. (Daily Star)

Arsenal er einnig að reyna að fá Clement Chantome og Adrien Rabiot frá PSG. Everton hefur einnig áhuga á Chantome en PSG vill ekki láta leikmennina fara. (Talksport)

Monaco er að undirbúa tilboð í Petr Cech markvörð Chelsea. (Daily Mirror)

Steve Bruce, stjóri Hull, er að íhuga tólf milljóna punda tilboð í Jordan Rhodes framherja Blackburn. (Daily Mail)

Thomas Muller, framherji FC Bayern, segist hafa hafnað spennandi tilboði frá Manchester United. (Lefigaro)

Louis van Gaal segist ekki vilja byggja lið Manchester United upp í kringum eina stórstjörnu. (Daily Mirror)

Glazer fjölskyldan hefur engar áætalnir um að seja Manchester United á næstunni. (Irish Times)

Wayne Rooney verður kynntur til sögunnar sem nýr fyrirliði enska landsliðsins í þessari viku. (Daily Express)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner