Fanndís Friðriksdóttir var hetja Breiðabliks þegar liðið vann 1-0 sigur gegn Stjörnunni í Pepsi-deild kvenna.
Með sigrinum er Breiðablik komið í frábæra stöðu á toppi deildarinnar, með sjö stiga forskot þegar fjórar umferðir eru eftir. Þær hafa enn ekki tapað leik í sumar og útlitið er því gott. Fanndís telur sigur kvöldsins hafa verið sanngjarnan.
Með sigrinum er Breiðablik komið í frábæra stöðu á toppi deildarinnar, með sjö stiga forskot þegar fjórar umferðir eru eftir. Þær hafa enn ekki tapað leik í sumar og útlitið er því gott. Fanndís telur sigur kvöldsins hafa verið sanngjarnan.
Lestu um leikinn: Stjarnan 0 - 1 Breiðablik
„Mér fannst við eiga fleiri færi. Þær pressuðu svakalega á okkur í seinni hálfleik og við héldum þetta út og fengum opnari færi í fyrri hálfleik," sagði Fanndís við Fótbolta.net.
„Mér fannst við tiltölulega öruggar í okkar varnarleik og við gáfum ekki mikið færi á okkur."
Fanndís vill ekki meina að Blikar séu komnar með níu fingur á titilinn:
„Ekki svo marga, kannski einn. Við þurfum að klára það sem eftir er."
Athugasemdir