Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
banner
   fös 21. ágúst 2015 20:18
Alexander Freyr Tamimi
Guðrún: Eins og að vera með tólfta og þrettánda
Guðrún var öflug í vörninni í dag.
Guðrún var öflug í vörninni í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðrún Arnardóttir stóð sem fyrr eins og klettur í vörn Breiðabliks þegar liðið vann sanngjarnan 1-0 sigur gegn Stjörnunni í úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í kvöld.

Með sigrinum eru Blikar svo gott sem orðnir meistarar, þær eru með sjö stiga forskot á toppi deildarinnar þegar þrjú stig eru eftir. Guðrún og félagar hafa nú haldið hreinu í yfir 1.000 mínútur.

Lestu um leikinn: Stjarnan 0 -  1 Breiðablik

„Ég er mjög ánægð, liðið allt vann rosalega vel saman og gerði það sem þurfti. Meðan við höldum markinu hreinu þurfum við bara eitt til þess að vinna og svoleiðis var þetta í dag," sagði Guðrún við Fótbolta.net.

„Varnarvinnan byrjar uppi á topp og það er það sem er að skila þessu. Þetta er ekki bara vörnin eða markmaðurinn, þetta er allt liðið. Ég held að þær hafi ekki fengið neitt opið færi og við fengum ágætis færi til að skora fleiri mörk."

Guðrún segir að enn sé ótímabært að fagna titlinum þó staðan sé góð.

„Það eru ennþá fjögur skref eftir sem við þurfum að taka. Það er hörkuprógramm framundan, við eigum toppliðin eftir fyrir utan Stjörnuna, þannig við getum ekki farið að fagna neinu."

Stuðningsmenn Breiðabliks voru mættir í hundruða tali á völlinn og stuðningssveitin Kópacabana söng og trallaði allan leikinn. Guðrún er þakklát fyrir stuðninginn.

„Þetta var eins og að vera með tólfta og þrettánda manninn, þetta var fáránlegt. Þeir eru æði."
Athugasemdir
banner
banner