Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Jökull: Þeir voru frábærir - Við áttum kannski ekkert skilið úr þessum leik
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
banner
   fös 21. ágúst 2015 20:18
Alexander Freyr Tamimi
Guðrún: Eins og að vera með tólfta og þrettánda
Guðrún var öflug í vörninni í dag.
Guðrún var öflug í vörninni í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðrún Arnardóttir stóð sem fyrr eins og klettur í vörn Breiðabliks þegar liðið vann sanngjarnan 1-0 sigur gegn Stjörnunni í úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í kvöld.

Með sigrinum eru Blikar svo gott sem orðnir meistarar, þær eru með sjö stiga forskot á toppi deildarinnar þegar þrjú stig eru eftir. Guðrún og félagar hafa nú haldið hreinu í yfir 1.000 mínútur.

Lestu um leikinn: Stjarnan 0 -  1 Breiðablik

„Ég er mjög ánægð, liðið allt vann rosalega vel saman og gerði það sem þurfti. Meðan við höldum markinu hreinu þurfum við bara eitt til þess að vinna og svoleiðis var þetta í dag," sagði Guðrún við Fótbolta.net.

„Varnarvinnan byrjar uppi á topp og það er það sem er að skila þessu. Þetta er ekki bara vörnin eða markmaðurinn, þetta er allt liðið. Ég held að þær hafi ekki fengið neitt opið færi og við fengum ágætis færi til að skora fleiri mörk."

Guðrún segir að enn sé ótímabært að fagna titlinum þó staðan sé góð.

„Það eru ennþá fjögur skref eftir sem við þurfum að taka. Það er hörkuprógramm framundan, við eigum toppliðin eftir fyrir utan Stjörnuna, þannig við getum ekki farið að fagna neinu."

Stuðningsmenn Breiðabliks voru mættir í hundruða tali á völlinn og stuðningssveitin Kópacabana söng og trallaði allan leikinn. Guðrún er þakklát fyrir stuðninginn.

„Þetta var eins og að vera með tólfta og þrettánda manninn, þetta var fáránlegt. Þeir eru æði."
Athugasemdir
banner
banner
banner