Man Utd gerði ekki tilboð í Martínez - Martínez hefur ekki áhuga á að fara til Tyrklands - Bayern vildi Lookman
Rúnar: Ég veit ekki alveg yfir hverju þeir voru að kvarta
Túfa um dómgæsluna: Bara engan veginn rangstaða, ekki nálægt því
„Djöfull er þetta skemmtilegt, svona á þetta að vera“
Guðmundur Baldvin missti ekki trúnna: Ég var manna slakastur inn í klefa í hálfleik
„Virðist ekki hjálpa okkur að vera manni fleiri“
Dóri Árna: Viljandi ákvað að horfa ekki á þetta aftur
Davíð Smári: Fótboltinn gefur og tekur frá þér
Jökull með skilaboð til stuðningsmanna - „Fólk fari að mæta og taki þátt í spennandi titilbaráttu með okkur"
Haddi sendir ákall til KSÍ - „Til skammar að félagið skuli haga sér svona"
Óskar Hrafn: Ekki fúll yfir því að taka stig á þessum velli
Láki: Getur ekki ætlast til að stórveldi eins og ÍA leggist niður í Eyjum
Maggi brjálaður út í dómarana - „Höfum ekki fengið neitt frá dómurunum“
Jökull um umdeilda markið: Þetta er búið að gerast svo oft
Lárus Orri: Þeir voru að finna svæði milli miðju og varnar of auðveldlega
Heimir Guðjóns: Tekin ákvörðun í haust að byggja upp nýtt lið
Breki Baxter: Stigum stórt skref upp í topp sex
Halli Hróðmars hrikalega svekktur: Þurfum fleiri stig
Alli Jói: Notuðum gagnrýnina sem bensín
Siggi Höskulds: Finnst að KSÍ hefði átt að breyta mótinu
Bjarni Jó: Þetta eru bara bikarúrslit
   fös 21. ágúst 2015 20:18
Alexander Freyr Tamimi
Guðrún: Eins og að vera með tólfta og þrettánda
Kvenaboltinn
Guðrún var öflug í vörninni í dag.
Guðrún var öflug í vörninni í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðrún Arnardóttir stóð sem fyrr eins og klettur í vörn Breiðabliks þegar liðið vann sanngjarnan 1-0 sigur gegn Stjörnunni í úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í kvöld.

Með sigrinum eru Blikar svo gott sem orðnir meistarar, þær eru með sjö stiga forskot á toppi deildarinnar þegar þrjú stig eru eftir. Guðrún og félagar hafa nú haldið hreinu í yfir 1.000 mínútur.

Lestu um leikinn: Stjarnan 0 -  1 Breiðablik

„Ég er mjög ánægð, liðið allt vann rosalega vel saman og gerði það sem þurfti. Meðan við höldum markinu hreinu þurfum við bara eitt til þess að vinna og svoleiðis var þetta í dag," sagði Guðrún við Fótbolta.net.

„Varnarvinnan byrjar uppi á topp og það er það sem er að skila þessu. Þetta er ekki bara vörnin eða markmaðurinn, þetta er allt liðið. Ég held að þær hafi ekki fengið neitt opið færi og við fengum ágætis færi til að skora fleiri mörk."

Guðrún segir að enn sé ótímabært að fagna titlinum þó staðan sé góð.

„Það eru ennþá fjögur skref eftir sem við þurfum að taka. Það er hörkuprógramm framundan, við eigum toppliðin eftir fyrir utan Stjörnuna, þannig við getum ekki farið að fagna neinu."

Stuðningsmenn Breiðabliks voru mættir í hundruða tali á völlinn og stuðningssveitin Kópacabana söng og trallaði allan leikinn. Guðrún er þakklát fyrir stuðninginn.

„Þetta var eins og að vera með tólfta og þrettánda manninn, þetta var fáránlegt. Þeir eru æði."
Athugasemdir
banner
banner