mán 21. ágúst 2017 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Andone: Tilboðið frá Burnley er freistandi
Andone er orðaður við Burnley.
Andone er orðaður við Burnley.
Mynd: Getty Images
Sóknarmaðurinn Florin Andone segir það freistandi að hugsa um að spila í ensku úrvalsdeildinni með Burnley.

Andone er Rúmeni, en hann skoraði tólf mörk í 37 leikjum með Deportivo La Coruna í La Liga á síðasta tímabili.

Burnley er í framherjaleit. Chris Wood, sóknarmaður Leeds, hefur verið mikið nefndur í tengslum við það, en nafni Andone hefur einnig verið kastað fram. Talið er að fyrsta tilboði Burnley í Andone hafi verið hafnað. Það var upp á 13 milljónir evra.

Andone ætlar ekki að biðja um sölu frá Deportivo, en hann myndi heldur ekki segja nei við því að fara til Burnley.

„Það eru mörg lið sem hafa áhuga, en það er erfitt að fara þar sem mér líður mjög vel hérna," sagði Andone við AS.

„Tilboðið frá Burnley er mjög freistandi fyrir mig persónulega, en ekki fyrir félagið. Ég skil það mjög vel."
Athugasemdir
banner
banner
banner