Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
Niðurtalningin - Nýir tímar í Laugardalnum
Niðurtalningin - Hamingjan er í Víkinni
Hugarburðarbolti Þáttur 12
Niðurtalningin - Andinn á Sauðárkróki er einstakur
Enski boltinn - Er titilbaráttan bara búin?
Innkastið - Víkingur vinnur leiki sem Valur vinnur ekki
Niðurtalningin - Ásþórsdætur í Fylkisspjalli
Niðurtalningin - Ekki afskrifa Keflvíkingana
Útvarpsþátturinn - Kraftur í KR og umdeild dómgæsla
Enski boltinn - El Meistaradeildarveisla
Innkastið - Fljúgandi start og fullar stúkur
Hugarburðarbolti Þáttur 11
Mögnuð saga Diljár - Næstum hætt en ætlar nú á EM með Íslandi
Útvarpsþátturinn - Besti upphitunarþátturinn
Niðurtalningin - Gylfi Sig mættur á Hlíðarenda
Niðurtalningin - Bara ein leið til að toppa síðasta tímabil
Hugarburðarbolti Þáttur 10
Enski boltinn - Ekki bara bestu kaup tímabilsins
Niðurtalningin - Ungu strákarnir þekkja ekkert annað
Niðurtalningin - Höfðinginn og Sörens hlæja að spánni
   mán 21. ágúst 2017 13:30
Magnús Már Einarsson
Baldur Sig: Ætla að ala strákana upp eins og Alex
Baldur Sigurðsson.
Baldur Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan ákvað að hafna tilboðum í Hólmbert.
Stjarnan ákvað að hafna tilboðum í Hólmbert.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alex Þór Hauksson hefur verið frábær með Stjörnunni í sumar.
Alex Þór Hauksson hefur verið frábær með Stjörnunni í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er vika á milli leikja núna og ég held að bæði lið verði mjög fersk," sagði Baldur Sigurðsson, fyrirliði Stjörnunnar, í viðtali í útvarpsþætti Fótbolta.net á laugardaginn aðspurður út í leikinn gegn Fjölni.

Stjarnan fær Fjölni í heimsókn í 17. umferð Pepsi-deildarinnar í Garðabæ í kvöld.

„Fjölnismenn eru með gott lið. Þetta eru sprækir og ungir leikmenn í bland við gamla og útlendinga. Þetta er hörkulið. Deildin er þannig að öll lið eru ennþá í baráttu og hvert stig og hver leikur er gríðarlega mikilvægur."

„Við erum að reyna að halda okkur í toppbaráttunni og reyna að saxa á Valsarana. Við þurfum þrjú stig, sérstaklega sem við erum á heimavelli."


Ekki hissa ef Hólmbert fer út í vetur
Hólmbert Aron Friðjónsson er í banni í kvöld en hann fékk rauða spjaldið í síðasta leik gegn KA. Hólmbert fékk sitt annað gula spjald undir lok leiks fyrir að standa fyrir markverðinum Srdjan Rajkovic þegar hann var að sparka fram.

„Það er honum að kenna að standa þarna. Það er óskiljanlegt að hann sé að standa þarna. Það var búið að gefa Emil Lyng spjald í fyrri hálfleik fyrir að henda sér fyrir bolta í fyrri hálfleik. Það var bókað að hann myndi spjalda ef einhver myndi reyna að
standa fyrir,"
sagði Baldur.

Stjarnan hefur undanfarið hafnað þremur tilboðum frá erlendum félögum í Hólmbert.

„Ég er ánægður með þær fréttir. Hólmbert er flottur strákur og það er ekki að sjá á honum að hann sé eitthvað ósáttur. Hann er á fullu með okkur í þessu og tilbúinn að klára tímabilið. Ég er ánægður með hann og Stjörnuna að taka þessa afstöðu."

„Ég hef engar áhyggjur af því að hann fái ekki þessi tilboð í vetur. Hólmbert hefur ákveðna eiginleika sem menn horfa á. Hann hefur hæðina, er hraður og með góða tækni. Þegar maður eins og hann skilar mörkum þá vekur hann eðlilega athygli. Það kæmi mér ekki á óvart ef hann fer út."


Vonar að Alex taki réttar ákvarðanir
Alex Þór Hauksson er einnig í leikbanni í kvöld en hann og Baldur hafa náð vel saman á miðjunni hjá Stjörnunni í sumar.

„Þetta er frábær manneskja. Ég er oft að spyrja Alex hvernig hann ólst upp því ég ætla að ala strákana mína upp til að þeir verði eins og hann," sagði Baldur léttur í bragði.

„Þetta er góður strákur en hann er algjör maskína þegar hann kemur inn á völlinn og hatar ekki að fara í tæklingar. Fyrir utan hvað hann er góður í fótbolta miðað við hvað hann er ungur þá er þetta svo góður persónuleiki að hann á eftir að ná langt. Ég er ótrúlega ánægður með að Rúnar og þeir hafi sett hann í liðið í fyrsta leik. Hann sýndi það strax frá fyrsta leik að hann er klár í þetta," sagði Baldur um Alex en erlend félög eru byrjuð að sýna miðjumanninum unga áhuga.

„Það kæmi mér ekki á óvart ef það eru mörg lið að skoða hann. Ég vona að hann sé með fólk í kringum sig til að taka réttar ákvarðanir. Það þarf að meta hvað á að gera, hvort að hann eigi að vera áfram eða í hvaða lið hann á að fara. Þróun hans þarf að vera góð. Hann getur náð mjög langt ef hann og fólk í kringum hann heldur vel á spöðunum."

Hér að ofan má hlusta á viðtalið í heild sinni.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner