Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mán 21. ágúst 2017 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Engin afsökun að Gylfi sé farinn"
Mynd: Getty Images
Federico Fernandez, varnarmaður Swansea, segir að það sé engin afsökun fyrir félagið að Gylfi Þór Sigurðsson sé farinn.

Gylfi var seldur til Everton í síðustu viku fyrir 45 milljónir punda.

Gylfi var besti maður Swansea á síðustu leiktíð, en liðið tapaði 4-0 gegn Manchester United í fyrsti leiknum síðan Gylfi var seldur. Fernandez segir að Swansea verði að bæta sig.

„Gylfi var toppleikmaður fyrir okkur. Vonandi fáum við tvo, þrjá leikmenn í hans stað. Við erum líka að fá leikmenn til baka úr meiðslum, en við getum ekki notað það sem afsökun," sagði Fernandez í viðtali hjá vefsíðu Wales Online.

„Auðvitað hefur það áhrif á okkur að Gylfi sé farinn, hann var frábær leikmaður sem gerði vel á síðasta tímabili. Þú ert alltaf að fara að sakna leikmanns sem skorar níu mörk og leggur upp 13."

„Við verðum að finna leikmann sem getur gert það sama og hann. Við verðum að bæta okkar leik."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner