mán 21. ágúst 2017 09:55
Magnús Már Einarsson
Messi til Manchester City á metfé?
Powerade
Messi er orðaður við Manchester City.
Messi er orðaður við Manchester City.
Mynd: Getty Images
Zlatan gæti samið við Manchester United í vikunni.
Zlatan gæti samið við Manchester United í vikunni.
Mynd: Getty Images
Slúðurpakkinn frá Englandi er kominn úr prentun. Kíkjum á hann!



Manchester City ætlar að borga 275 milljóna punda riftunarverð í samningi Lionel Messi hjá Barcelona og gera hann um leið að dýrasta leikmanni sögunnar. (Yahoo Sport)

Forráðamenn City hafa hitt umboðsmenn Messi til að ræða möguleikann á að fá Argentínumanninn til Englands. (Daily Record)

Arsenal hefur boðið Alex Oxlade-Chamberlain (24) fjögurra ára samning upp á 125 þúsund pund í laun á viku til að koma í veg fyrir að hann fari til Chelsea. (Daily Star)

Barcelona ætlar að borga 36 milljóna punda riftunarverð í samningi Jean Michael Seri (26) miðjumanns Nice. Barcelona vill fá Seri og Philippe Coutinho (25) fyrir komandi tímabil. (Mundo Deportivo)

Pierre-Emerick Aubameyang (28) framherji Borussia Dortmund segist þurfa að fara frá félaginu til að vaxa sem leikmaður. Chelsea og AC Milan hafa áhuga. (Sun)

West Ham er að ganga frá kaupum á William Carvalho (25) miðjumanni Sporting Lisabon. (Sky Sports)

Antalyaspor í Tyrklandi hefur boðið Samir Nasri (30) miðjumanni Manchester City tveggja ára samning. (Times)

Frank de Boer, stjóri Crystal Palace, segir að Mamadou Sakho varnarmaður Liverpool sé of dýr fyrir félagið. (Guardian)

Tony Pulis, stjóri WBA, getur keypt Kevin Wimmer (24) frá Tottenham á fimmtán milljónir punda. (Birmingham Mail)

Manchester United ætlar að gera nýjan samning við Zlatan Ibrahimovic (35). Zlatan gæti skrifað undir í þessari viku. (ESPN)

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segist þurfa að selja leikmenn áður en hann kaupir. (Independent)

Leikmenn Leicester hafa sagt kantmanninum Riyad Mahrez (26) að vera áfram hjá félaginu. (Leicester Mercury)
Athugasemdir
banner
banner
banner