Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 21. ágúst 2017 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mourinho: Rashford á að njóta þess að það sé baulað á sig
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, stjóri Manchester United, segir að Marcus Rashford eigi að taka bauli frá stuðningsmönnum anstæðinga sem hrósi.

Það var baulað á strákinn unga í hvert sinn sem hann fékk boltann í 4-0 sigrinum gegn Swansea á laugardag. Ástæðan er fyrir því er sú að Rashford var sakaður um leikaraskap þegar Manchester United og Swansea mættust á Old Trafford á síðasta tímabili. Hann nældi í vítaspyrnu í þeim leik, sem endaði 1-1 eftir eftirminnilegt jöfnunarmark Gylfa Sigurðsson beint úr aukaspyrnu.

Mourinho segir að Rashford eigi að njóta sín í svona aðstæðum.

„Hann verður að læra að njóta þess," sagði Mourinho um baulið. „Ef hann væri slakur leikmaður, þá myndi enginn reyna að ögra honum svona. Þeir sjá hraðann, hættuna og þeir halda að þeir geti haft áhrif á hann. Hann verður að aðlagast þessu."
Athugasemdir
banner
banner
banner