Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 21. ágúst 2017 10:30
Magnús Már Einarsson
Sergio Ramos jafnar met í rauðum spjöldum
Ramos hefur fengið ófá rauð spjöld á ferlinum.
Ramos hefur fengið ófá rauð spjöld á ferlinum.
Mynd: Getty Images
Sergio Ramos, varnarmaður Real Madrid, jafnaði í gær vafasamt met yfir flest rauð spjöld í spænsku úrvalsdeildinni frá upphafi.

Ramos fékk að líta rauða spjaldið í viðbótartíma í 3-0 sigri á Deportivo La Coruna í gær. Þetta var átjánda rauða spjaldið hans í 405 leikjum í spænsku úrvalsdeildinni.

Hann jafnaði þar með met Pablo Alfaro (418 leikir) og Xavi Aguado (383 leikir) sem fengu einnig 18 rauð spjöld í spænsku úrvalsdeildinni á ferli sínum.

„Ég er ekki sammála rauða spjaldinu en ég virði skoðun dómarans," sagði Ramos eftir leik.

„Stundum ættu dómararnir að horfa á enska fótboltann og leyfa okkur að spila meira. Ég kann betur við dómarana í Evrópu því þeir sýna meiri umburðarlyndi."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner