„Mér fannst þetta fínn leikur. Við komum sprækir til leiks og vorum með þetta allan tímann. Afar kærkomin þrjú stig,“ voru fyrstu viðbrögð Árna Vilhjálmssonar eftir að hann hafði skorað þrjú marka Breiðabliks á Víkingi í 4-1 sigri.
„Ég var mjög skilvirkur í dag og það var mjög fínt að ná að skora þessi þrjú mörk. Ég fékk góðar sendingar fyrir og náði að klára færin. Ég fékk bara þrjú færi og kláraði þau öll. Aðalmálið er samt að hafa unnið leikinn.“
„Þetta eru víst einhverjir skór sem Viktor Unnar keypti þegar hann var í atvinnumaður í Reading. Hann lofaði mér mörkum í þessum skóm, gullskónum, og það var engin lygi þar.“
„Við börðumst allan leikinn og vorum frískir. Spiluðum vel saman, héldum boltanum vel og spiluðum hratt. Í raun vorum við öflugir frá öftustu línu fram í fremsta sóknarmann. Við vitum vel að við erum góðir í fótbolta, við þurfum bara að halda þessu áfram.“
Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir