„Þetta er góð tilfinning sem gleymist aldrei,“ sagði Guðmundur Benediktsson eftir að Breiðablik hafði sigrað Víking 4-1 í vonskuveðri í Kópavogi í dag.
„Við höfum gert mikið af jafnteflum upp á síðkastið. Við spiluðum vel meginþorra leiksins í dag og uppskárum góðan sigur. Fyrsti hálftíminn var frábær og stórfurðulegt að við skulum ekki hafa skorað fleiri mörk. Við hefðum getað klárað leikinn í fyrri hálfleik en Víkingur er alvöru lið og gaf okkur leik þrátt fyrir að vera manni færri.“
„Þegar vel gengur þá reyna menn oft að gera erfiðari hluti. Einfaldleikinn er oftar en ekki bestur. Þegar okkur gekk sem best þá vorum við að gera einfalda hluti en við vorum að gera þá vel og þegar menn fara að flækja hlutina þá verða þeir erfiðari.“
„Árni er í liðinu til að skora fyrir okkur. Við ræddum þetta aðeins fyrir leikinn og hann er ekki bara í kjaftinum. Hann stóð við stóru orðin.“
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir