Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 21. september 2014 13:55
Jón Stefán Jónsson
Hart segir framtíð sína óljósa
Joe Hart
Joe Hart
Mynd: Getty Images
Joe Hart, markvörður Manchester City hefur viðurkennt að hann er ekki viss um framtíð sína hjá félaginu.

Hart, sem á tvö ár eftir af samning sínum við City, segir: Allt tal um nýjan samning eru nýjar fréttir fyrir mér, ég hef ekkert heyrt. Ég á nærri tvö ár eftir af núgildandi samningi mínum og það er það eina sem ég veit.

Manchester City keypti í sumar markvörðinn Willy Caballero frá Malaga á 6 milljónir punda. ,,Ég get ekki vælt yfir því en ég get ekki verið mjög ánægður með það heldur. Ég geri mér betur grein fyrir því en nokkur annar að við höfum allavega tvo góða leikmenn um hverja stöðu í liðinu og markvarðarstaðan er engin undantekning. Ég er viss um að hann fær sín tækifæri til að spila, rétt eins og ég," sagði Hart.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner