Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Jökull: Þeir voru frábærir - Við áttum kannski ekkert skilið úr þessum leik
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
   sun 21. september 2014 18:14
Hafliði Breiðfjörð
Heimir Guðjónsson: Fullmikið af því góða
Heimir Guðjónsson.
Heimir Guðjónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Þetta var fullmikið af því góða," sagði Heimir Guðjónsson þjálfari FH eftir 4-2 sigur á Fram í dag en Framarar minnkuðu muninn tvívegis í dag, fyrst í 2-1 og svo í 3-2.

Lestu um leikinn: FH 4 -  2 Fram

,,Við byrjuðum þennan leik mjög vel og komumst sanngjarnt yfir. við byrjuðum seinni hálfleikinn ágætlega en svo slökknaði aðeins á okkur. Þeir breyttu í 4-4-2 og ég var of lengi að bregðast við því og við hleyptum þeim inn í leikinn. En Atli Viðar kláraði þetta fyrir okkur," sagði Heimir en varamaðurinn Atli Viðar Björnsson skoraði fjórða mark FH.

,,Þetta var erfiður leikur. Framrarnir héldu áfram allan tímann og breyttu eins og ég sagði áðan í 4-4-2 og við réðum ekki vel við það. Þeir fá kredit að hætta aldrei."

,,Þetta er þriðji leikurinn á átta dögum hjá okkur en í seinni hálfleik hefði mátt halda skipulaginu aðeins betur."


Leikur Stjörnunnar og Fjölnis var frestaður vegna veðurs en mikil rigning og 15 metrar á sekúndu er á höfuðborgarsvæðinu. Fannst Heimi veðrið hafa áhrif á leikinn í Kaplakrika?

,,Nei það er oft þannig í Kaplakrika að þó það sé slæmt veður fyrir ofan okkur þá er fínt veður á vellinum. Það var vel hægt að spila góðan fótbolta."

FH er komið með 3 stiga forskot á Stjörnuna sem á leikinn við Fjölni inni á þriðjudaginn.

,,Við þurfum að fókusera á það sem við erum að gera og það er alveg nóg fyrir okkur. Við eigum eftir tvo erfiða leiki næstu helgi við Val og það er fjórða skrefið af þessum fimm. Við þurfum að æfa vel í vikunni og byrja að fókusear á þann leik í vikunni."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner