Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   sun 21. september 2014 10:00
Grímur Már Þórólfsson
Januzaj á leiðinni til Ítalíu?
Powerade
Adnan Januzaj
Adnan Januzaj
Mynd: Getty Images
Góðan daginn. Það er kominn sunnudagur en hér að neðan má sjá helsta slúður ensku blaðanna. Að vanda var það BBC sem tók pakkann saman.




Louis van Gaal þjálfari Man Utd þarf að greiða 60 milljónir evra fyrir Kevin Strootman ef hann vill leikmanninn í janúar. (Sunday Mirror)

West Ham vill fá Jermain Defoe aftur á Upton Park en þeir munu þurfa að berjast við QPR um að fá leikmanninn. (Sunday Mirror)

Arsenal og Tottenham munu berjast um Fabian Schar varnarmann Basel í janúar. (Daily Star)

Man Utd eru varkárir um kaup á Cristiano Ronaldo vegna þess að hann hafnaði þeim í fyrra og gerði í staðinn nýjan samning við Real Madrid. (Sunday Telegraph)

Fiorentina og Juventus hafa lýst áhuga sínum á að fá Adnan Januzaj á láni frá Man Utd út tímabilið. (Metro)

Arsene Wenger segist aldrei hafa misst trúnna á Mesut Özil sem tókst að skora gegn Aston Villa á laugardaginn. (Telesport)

Jamie Redknapp segir brotthvarfið á Luis Suarez og skort á leiðtogum í liðinu geri það að verkum að liðið eigi ekki möguleika á að vinna deildina. (SkySports)

Malky Mackay fyrrum þjálfari Cardiff er orðaður við þjálfarastöðuna hjá Fulham en hann horfði á leik liðsins um helgina gegn Blackburn. (Mail on Sunday)

Joe Hart hefur ekki enn verið boðinn nýr samningur en samningur hans við Man City rennur út næsta sumar. (Sunday Telegraph)

Athugasemdir
banner
banner
banner