Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 21. september 2014 20:52
Alexander Freyr Tamimi
Spánn: Barcelona rúllaði yfir Levante
Messi og Rakitic fagna í kvöld.
Messi og Rakitic fagna í kvöld.
Mynd: Getty Images
Levante 0 - 5 Barcelona
0-1 Neymar ('34 )
0-2 Ivan Rakitic ('44 )
0-3 Sandro Ramirez ('57 )
0-4 Pedro ('64 )
0-5 Lionel Andres Messi ('77 )
Rautt spjald:Loukas Vyntra, Levante ('41)

Síðasta leik kvöldsins í spænsku La Liga var að ljúka og tók Barcelona sig til og vann 5-0 stórsigur gegn Levante.

Það tók Börsunga rúman hálftíma að brjóta ísinn, en Brasilíumaðurinn Neymar kom gestunum í 1-0 á 34. mínútu. Króatíski landsliðsmaðurinn Ivan Rakitic tvöfaldaði svo forystu Barcelona rétt fyrir leikhlé, en áður hafði Lionel Messi klúðrað víti.

Seinni hálfleikur var svo formsatriði gegn 10 leikmönnum Levante. Þeir Sandro Ramirez, Pedro og Messi skoruðu sitt hvort markið og 5-0 sigur staðreynd.

Hér að neðan má sjá úrslit úr hinum leikjum dagsins á Spáni.

Cordoba 1 - 3 Sevilla
0-1 Carlos Bacca ('8 )
0-2 Stephane M'Bia ('72 )
1-2 Borja Garcia ('83 )
1-3 Carlos Bacca ('88 , víti)


Real Sociedad 1 - 2 Almeria
0-1 Alberto de la Bella ('30 , sjálfsmark)
0-2 Mauro Dos Santos ('51 )
1-2 Chori Castro ('85 )


Rautt spjald:Sebastian Dubarbier, Almeria ('79)
Villarreal 4 - 2 Rayo Vallecano
0-1 Gael Kakuta ('22 )
0-2 Alberto Bueno ('29 )
1-2 Javier Espinosa ('33 )
2-2 Mateo Musacchio ('62 )
3-2 Luciano Vietto ('74 )
4-2 Luciano Vietto ('87 )



Athugasemdir
banner
banner
banner