Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 21. september 2017 17:55
Elvar Geir Magnússon
Aðalmarkmið Castillion að komast í hollensku úrvalsdeildina
Castillion hefur leikið vel fyrir Víkinga.
Castillion hefur leikið vel fyrir Víkinga.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Ekki er vitað hvort hollenski sóknarmaðurinn Geoffrey Castillion spili áfram hér á landi næsta tímabil.

Þessi 26 ára leikmaður hefur skorað 9 mörk í þeim 14 leikjum sem hann hefur spilað fyrir Víking Reykjavík og var greint frá því í vikunni að Víkingar hafa rætt við hann um framhaldið.

Castillion var gestur í útvarpsþættinum Akraborgin á X977 í dag og þar sagði hann að helsta markmið sitt væri að komast aftur í hollensku úrvalsdeildina.

Hann kom upp úr unglingastarfi Ajax og spilaði svo fyrir RKC Waalwijk, Heracles og NEC Nijmegen á lánssamningum.

Castillion veit ekki af áhuga frá félögum í Hollandi sem stendur og segir mögulegt að hann taki næsta skref frá Íslandi eftir tímabilið eða spili mögulega áfram hér á landi.

Sögusagnir eru um að stærstu félög Íslands horfi til hans og segist Castillion ætla að klára þá tvo leiki sem Víkingur eigi eftir og svo sé hann tilbúinn að hlusta á öll tilboð sem berast.


Athugasemdir
banner
banner
banner