Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 21. september 2017 08:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
David Luiz úlnliðsbrotinn eftir að hafa lent á auglýsingaskilti
Luiz í leiknum gegn Arsenal.
Luiz í leiknum gegn Arsenal.
Mynd: Getty Images
David Luiz, varnarmaður Englandsmeistara Chelsea, átti eftirminnilegan leik gegn Arsenal á sunnudaginn.

Hann fékk rautt spjald seint í leiknum fyrir ljóta tæklingu á Sead Kolasinac, varnarmanni Arsenal, en hann fékk þriggja leikja bann fyrir tæklinguna og mun missa af næstu leikjum Chelsea.

Það að fá rautt spjald var ekki það eina sem henti Luiz í leiknum. Hann meiddist nefnilega líka.

Hann lenti á auglýsingaskilti í fyrri hálfleiknum með þeim afleiðingum að hann úlnliðsbrotnaði. Hann harkaði þó af sér og hélt áfram að spila, hann vildi ekki fara út af.

Luiz getur núna hvílt sig og notað leikina sem hann er í banni í til að jafna sig á meiðslunum.
Athugasemdir
banner
banner
banner