Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 21. september 2017 11:32
Magnús Már Einarsson
Fram vill að Pedro þjálfi liðið áfram
Pedro Hipólító.
Pedro Hipólító.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ivan Bubalo.
Ivan Bubalo.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fram vonast til að halda portúgalska þjálfaranum Pedro Hipólító áfram hjá félaginu næsta sumar.

„Það er stefnan að ná samningum við hann og við sitjum við samningaborðið," sagði Hermann Guðmundsson, formaður knattspyrnudeildar Fram, í samtali við Fótbolta.net í dag.

Pedro tók við Fram í byrjun júlí eftir að Ásmundur Arnarsson var rekinn.

„Það er mikil ánægja með hans störf. Hann hefur komið með ferska vinda inn í starfið og nýja sýn á marga hluti. Hann er mjög jákvæður á að vera áfram og hefur haft gaman að þessu sumri þó að það hafi gengið upp og niður í úrslitum leikja," sagði Hermann en Fram hefur unnið þrjá leiki af tólf í Inkasso-deildinni síðan Pedro tók við.

„Hann kann greinilega mjög vel til verka. Hann hefur bent okkur á fullt af hlutum sem við getum gert betur en við höfum verið að gera. Þetta er maður sem er vanur því að starfa fyrir stærri klúbba en okkur. Hann getur komið með ný vinnubrögð sem við getum lært af."

Pedro var kynntur af Fram sem einn efnilegasti þjálfari Portúgals þegar hann tók við liðinu. Hann fékk meðal annars góð meðmæli frá Rui Faria, aðstoðarstjóra Manchester United.

„Hann kemur með mikið af nýrri þekkingu og ég tel að það sé mikilvægt fyrir íslenskan fótbolta að sækja slíka þekkingu reglulega út fyrir landsteinana. Portúgal er Evrópumeistari og með marga þjálfara í starfi hjá toppliðum í heiminum," sagði Hermann.

Gavric áfram - Óvíst með Bubalo og Högna
Króatíski varnarmaðurinn Dino Gavric verður áfram hjá Fram en hann er með samning út næsta tímabil. Gavric og landi hans Ivan Bubalo eru báðir að klára sitt annað tímabil með Fram. Bubalo hefur skorað tíu mörk í átján leikjum í fremstu víglínu í sumar.

„Við erum ekki búnir að gera upp við okkur með Bubalo. Hann hefur að mörgu leyti staðið sig vel í sumar, sérstaklega seinni hlutann. Við erum að skoða hvort við bjóðum honum nýjan samning," sagði Hermann.

Færeyski miðjumaðurinn Högni Madsen hefur einnig leikið með Fram í sumar en ekki er búið að ákveða framhaldið hjá honum.

„Samningurinn hans rennur út í haust. Við eigum eftir að setjast niður með honum og fara yfir árangurinn. Það liggur ekki fyrir niðurstaða í því," sagði Hermann.
Athugasemdir
banner
banner
banner