Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 21. september 2017 10:10
Magnús Már Einarsson
Hrefna varð að hætta vegna geðklofa - Ekki leyndarmál
Hrefna Huld Jóhannesdóttir.
Hrefna Huld Jóhannesdóttir.
Mynd: Hilmar Þór
Fyrrum landsliðskonan og markadrottningin Hrefna Jóhannesdóttir er í áhugaverðu viðtali í Morgunblaðinu í dag. Þar greinir Hrefna frá því að hún hafi neyðst til að leggja skóna á hilluna eftir að hún greindist með geðklofa.

„Sum­ir halda að þetta sé eitt­hvert ægi­legt leynd­ar­mál. En þetta er það ekki,“ seg­ir Hrefna í viðtalinu í Morgunblaðinu „Ég er með sjúk­dóm sem heit­ir geðklofi og ég vona að ég geti hjálpað ein­hverj­um með því að tala op­in­skátt um það og hvaða áhrif það hef­ur haft á líf mitt.“

Hrefna greindist með geðklofa þegar hún var 28 ára gömul árið 2009. Eft­ir grein­ing­una reyndi Hrefna hvað hún gat að halda áfram í fót­bolt­an­um, bæði að spila og þjálfa.

„En ég varð að hætta 2009, ég var orðin það veik. Síðan reyndi ég af og til og spilaði síðast 2012. Ég datt ekki bara út úr íþrótt­inni sjálfri, held­ur líka út úr fé­lags­skapn­um og öllu sem var í kring. Það var erfitt,“ sagði Hrefna við Morgunblaðið.

Hrefna lék tíu landsleiki á sínum tíma og raðaði inn mörkum í efstu deild með KR, ÍBV og Breiðabliki.

Smelltu hér til að lesa viðtalið í Morgunblaðinu
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner