Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 21. september 2017 10:30
Magnús Már Einarsson
Lindegaard til Burnley (Staðfest)
Anders Lindegaard.
Anders Lindegaard.
Mynd: Getty Images
Burnley hefur gert samning við danska markvörðinn Anders Lindegaard en samningurinn gildir út tímabilið.

Hinn 33 ára gamli Lindegaard var án félags og hann gat því samið við Burnley þrátt fyrir að félagaskiptaglugginn sé lokaður.

Lindegaard hefur æft með Burnley undanfarna daga en félagið ákvað að bæta við markverði eftir að ljóst varð að Tom Heaton verður frá í nokkra mánuði eftir að hafa farið úr axlarlið.

Lindegaard var á mála hjá Manchester United frá 2010 til 2015 en hann var síðast hjá Preston.

Nick Pope hefur verið í marki Burnley í síðustu leikjum í fjarveru Heaton en Lindegaard mun berjast við hann og Adam Legzdins um markvarðarstöðuna.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner