Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 21. september 2017 18:25
Ívan Guðjón Baldursson
Pepsi-deildin: Fjölnir náði í mikilvægan sigur gegn FH
Grafarvogsliðið vann báða leiki sína gegn FH
Igor Jugovic skoraði af 40 metra færi og tryggði Fjölni mikilvæg stig í fallbaráttunni.
Igor Jugovic skoraði af 40 metra færi og tryggði Fjölni mikilvæg stig í fallbaráttunni.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Fjölnir 2 - 1 FH
1-0 Igor Jugovic ('52)
1-1 Matija Dvornekovic ('74)
2-1 Igor Jugovic ('89)

Fjölnir fékk FH í heimsókn í mikilvægum Pepsi-deildarleik þar sem heimamenn þurftu helst sigur í fallbaráttunni og gestirnir í Evrópubaráttunni.

Fyrri hálfleikur var tíðindalítill þar sem bæði lið áttu fínar rispur en það voru Fjölnismenn sem byrjuðu síðari hálfleikinn af krafti og komust yfir með marki frá Igor Jugovic.

Igor átti stungusendingu innfyrir vörn FH, en markvörðurinn Gunnar Nielsen kom út úr vítateignum til að hreinsa boltann. Það gekk ekki betur en svo að hreinsunin fór beint aftur á Igor sem skoraði laglega af 40 metra færi.

Gestirnir vöknuðu loks til lífsins eftir opnunarmarkið, sóttu stíft og náðu að gera jöfnunarmark þegar Matija Dvornekovic náði frákastinu eftir að Þórður Ingason hafði varið glæsilega frá Davíði Þóri Viðarssyni.

Bæði lið vildu sigurmarkið og náðu heimamenn að tryggja sér mikilvægan sigur undir lokin þegar Jugovic skoraði eftir atgang í vítateig gestanna.

Úrslitin þýða að Fjölnir er fjórum stigum frá fallsæti þegar tvær umferðir eru eftir, ÍA er fallið niður í 1. deild og FH er einu stigi á eftir Stjörnunni í baráttunni um 2. sætið.

Fjölnismenn sóttu sex stig gegn FH í deildinni í sumar.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner