banner
   fim 21. september 2017 14:00
Magnús Már Einarsson
Rafinha hafnaði tilboðum frá Englandi og Spáni
Mynd: Getty Images
Rafinha, bakvörður Bayern Munchen, segist hafa hafnað tilboðum frá Englandi og Spáni í sumar til að vera áfram hjá þýska félaginu.

Hinn 32 ára gamli Rafinha hefur verið hjá Bayern í sex ár og raðað inn titlum.

Í sumar var Rafinha meðal annars orðaður við Arsenal og Chelsea en hann ákvað að halda tryggð við Bayern.

„Stjórnendur hjá Bayern vissu að ég var með tilboð frá Englandi og Spáni fyrir tímabilið. Bayern er í hjarta mínu og ég gef alltaf 100% fyrir félagið. Þeir geta alltaf stólað á mig," sagði Rafinha.

„Þess vegna verða þeir sem stjórna að skilja að ég vil spila leiki, annars þarf ég að skoða framtíð mína."
Athugasemdir
banner
banner