Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 21. september 2017 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ravanelli hefur áhuga á að taka við Chesterfield
Mynd: Getty Images
Ítalski silfurrefurinn Fabrizio Ravanelli hefur áhuga á því að taka við stjórastarfinu hjá Chesterfield.

Chesterfield leikur í D-deildinni á Englandi (e. League two).

Starfið hjá Chesterfield er laust eftir að Gary Caldwell var látinn taka pokann sinn á laugardaginn. Caldwell var rekinn eftir tap gegn Accrington Stanley, en Chesterfield er eftir tapið í næst neðsta sæti deildarinnar af 24 liðum; liðið er með fimm stig eftir átta leiki.

Ravanelli hefur ekki þjálfað síðan hann var rekinn frá franska liðinu AC Ajaccio fyrir fjórum árum.

Hann vill núna snúa aftur í þjálfun, en hann vill helst þjálfa á Englandi.

Ravanelli var mikill markaskorari á sínum tíma, en hann sló m.a. í gegn með Middlesbrough.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner