Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 21. september 2017 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tim Krul keyptur til Brighton (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Hollenski markvörðurinn Tim Krul hefur verið keyptur til nýliða Brighton í ensku úrvalsdeildinni.

Krul var lánaður frá Newcastle til Brighton á gluggadeginum, en nú hefur Brighton staðfest kaup á honum.

Talið er að Brighton hafi keypt leikmanninn svo hann geti spilað með liðinu gegn Newcastle á sunnudaginn.

„Allir hjá Newcastle vilja þakka Tim fyrir það sem hann hefur gert fyrir félagið," sagði í yfirlýsingu frá Newcastle.

Hinn 29 ára gamli Krul, sem á nokkra leiki fyrir hollenska landsliðið, kom til Newcastle árið 2005 og spilaði alls 185 leiki fyr­ir liðið.

Nú hefur hann nýtt ævintýri með Brighton, en hann spilaði sinn fyrsta leik fyrir félagið á þriðjudag, í tapi gegn Bournemouth í deilabikarnum.
Athugasemdir
banner
banner
banner