Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 21. september 2017 16:29
Elvar Geir Magnússon
Velur Elías Má mestu vonbrigðin
Elías Már Ómarsson.
Elías Már Ómarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
David Berg, ritstjóri stuðningsmannavefs Gautaborgar í Svíþjóð, hefur misst trú á íslenska sóknarmanninum Elíasi Má Ómarssyni.

Á vefsíðunni fotbolldirekt.se var Berg fenginn til að leggja mat á frammistöðu leikmanna Gautaborgar á tímabilinu og þar fékk Elías Má lægstu einkunnina, aðeins tvo.

„Hvar á maður að byrja... ég hafi miklar væntingar til leikmannsins eftir síðasta tímabili. Hann skoraði eitthvað í bikarnum en hann hefur verið mikil vonbrigði og kannski væri betra fyrir okkur að veðja á aðra leikmenn," segir Berg.

Eftir að hafa skorað 6 mörk í 13 leikjum á síðasta tímabili hefur Elías ekki enn náð að skora í sænsku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. Hann hefur aðeins byrjað þrjá leiki en komið 19 sinnum inn sem varamaður.
Athugasemdir
banner
banner
banner