Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 21. október 2014 15:30
Fótbolti.net
Íslenskur slúðurpakki #3
Þórarinn Ingi er á óskalista Stjörnunnar.
Þórarinn Ingi er á óskalista Stjörnunnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Siggi Raggi gæti tekið við U21.
Siggi Raggi gæti tekið við U21.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Grétar Sigfinnur gæti farið frá KR.
Grétar Sigfinnur gæti farið frá KR.
Mynd: Ingólfur Hannes Leósson
Finnur Orri er eftirsóttur.
Finnur Orri er eftirsóttur.
Mynd: Ingólfur Hannes Leósson
Guðmundur Atli gæti verið á leið í Pepsi-deildina.
Guðmundur Atli gæti verið á leið í Pepsi-deildina.
Mynd: Ingólfur Hannes Leósson
Páll Einarsson er á borðinu hjá Gróttu.
Páll Einarsson er á borðinu hjá Gróttu.
Mynd: Fótbolti.net - Hrafnhildur Heiða Gunnlaugsdóttir
Þá er komið að þriðja slúðurpakkanum úr íslenska boltanum þetta haustið. Í slúðurpakkanum kemur fram helsti orðrómurinn sem gengur í bænum en við ítrekum að þetta er bara orðrómur.

Slúðurpakki #1 (5. október)
Slúðurpakki #2 (15. október)

Slúðurpakkinn er einungis til gamans og ef menn hafa ábendingar varðandi pakkann eða um slúður hafið þá samband á [email protected]


U21 árs landsliðið: Eyjólfur Sverrisson og Tómas Ingi Tómasson eru með samning til áramóta. Ef þeir halda ekki áfram gæti Sigurður Ragnar Eyjólfsson fráfrandi þjálfari ÍBV tekið við.

U19 ára landsliðið: Kristinn Rúnar Jónsson hefur þjálfað U19 frá árinu 2007 en mun nú láta af störfum þegar hann tekur við Fram. Ásmundur Guðni Haraldsson, aðstoðarþjálfari kvennalandsliðsins, hefur verið orðaður við stöðuna sem og Gunnar Guðmundsson, fyrrum þjálfari U17 og Selfyssinga.

Stjarnan: Íslandsmeistararnir eru að reyna að fá Brynjar Gauta Guðjónsson og Þórarinn Inga Valdimarsson frá ÍBV en þeir eru þó báðir að reyna að komast í atvinnumennsku erlendis. Ólafur Karl Finsen gæti farið út í atvinnumennsku en hann er samningslaus. Óvíst er hvað framherjinn Garðar Jóhannsson gerir en hann var mikið meiddur í sumar og samningur hans var að renna út. Garðar gæti lagt skóna á hilluna.

FH: Arnar Þór Viðarsson var orðaður við þjálfarstöðuna hjá FH áður en Heimir Guðjónsson skrifaði undir nýjan samning. Kassim Doumbia er mögulega á förum frá FH en erlend félög hafa sýnt honum áhuga. Þá gæti Ingimundur Níels Óskarsson einnig ákveðið að róa á önnur mið. Finnur Orri Margeirsson, Brynjar Gauti Guðjónsson, Pálmi Rafn Pálmason og Arnþór Ari Atlason eru allir á óskalista FH-inga.

KR: Bjarni Guðjónsson þykir líklegastur til að taka við KR ef Rúnar Kristinsson fer til Lilleström eins og útlit er fyrir. Óvíst er hvort Pétur Pétursson aðstoðarþjálfari haldi áfram eftir brotthvarf Rúnars og Guðmundur Benediktsson kæmi til greina í það starf. U21 árs landsliðsmaðurinn Orri Sigurður Ómarsson gæti komið til KR frá AGF í Danmörku. KR-ingar vilja einnig fá Finn Orra, Pálma Rafn og Brynjar Gauta.

Víkingur: Arnþór Ari Atlason er á óskalista Víkings. Grétar Sigfinnur Sigurðarson varnarmaður KR er orðaður við sína gömlu félaga í Fossvoginum sem og Viktor Bjarki Arnarsson leikmaður Fram. Magnús Már Lúðvíksson er líka sagður vera á óskalistanum en hann er laus undan samningi hjá Val.

Valur: Pálmi Rafn Pálmason miðjumaður Lilleström og Grétar Sigfinnur Sigurðarson varnarmaður KR eru orðaðir við Val. Grétar Sigfinnur spilaði á sínum tíma með Valsmönnum og hann gæti farið aftur á Hlíðarenda. Kolbeinn Kárason gæti verið á förum en hann sagði upp samningi sínum og er í viðræðum við önnur félög.

Fylkir: Árbæingar eru að skoða markmannsmálin hjá sér. Emil Atlason, framherji KR, hefur verið orðaður við Árbæinga. Þá er Jóhannes Karl Guðjónsson í viðræðum við félagið.

Breiðablik: Finnur Orri Margeirsson gæti farið frá Blikum. Lítið annað hefur heyrst úr Kópavoginum eftir að Arnar Grétarsson tók við.

Keflavík: Keflvíkingar eru stórhuga fyrir næsta sumar. Guðjón Árni Antoníusson er í viðræðum við félagið og gæti komið ,,heim" eins og Hólmar Örn Rúnarsson. Guðmundur Atli Steinþórsson, framherji HK, er einnig orðaður við Keflvíkinga.

Fjölnir: Varnarmaðurinn ungi Guðmundur Þór Júlíusson gæti farið frá Fjölni en hann var á láni hjá HK síðari hluta tímabils. Kantmaðurinn ungi Viðar Ari Jónsson gæti einnig leitað annað.

ÍBV: Möguleiki er á að Eysteinn Húni Hauksson, yngri flokka þjálfari hjá ÍBV, verði Jóhannesi Harðarsyni til aðstoðar. Að öðru leyti er lítið af sögum úr Eyjum enda Jóhannes nýtekinn til starfa.

Leiknir R. Líkurnar á að Halldór Kristinn Halldórsson komi aftur til Leiknis frá Keflavík hafa minnkað. Leiknir gæti reynt að fá Guðmund Þór Júlíusson frá Fjölni. Hilmar Trausti Arnarsson gæti komið frá Haukum en hann var í Leikni á sínum tíma. Guðmundur Atli er einnig orðaður við Breiðhyltinga sem og Kolbeinn Kárason framherji Vals.

ÍA: Skagamenn vilja fá framherja þar sem Hjörtur Hjartarson mun ekki halda áfram að leika með liðinu. Guðmundur Atli hefur verið nefndur til sögunnar en Gunnlaugur Jónsson þjálfari ÍA þekkir hann síðan hann þjálfaði HK.

Fram: Framarar eru að ganga frá samningi við Kristinn Rúnar Jónsson, þjálfara U19 ára landsliðsins. Yngri flokka þjálfararnir Aðalsteinn Aðalsteinsson og Lárus Rúnar Grétarsson gætu komið inn í þjálfarateymið með honum. Fimm leikmenn hafa farið frá Fram eftir fallið úr Pepsi-deildinni og fleiri gætu bæst í hópinn eins og Aron Bjarnason.

Haukar: Hilmar Trausti Arnarsson, fyrirliði Hauka, íhugar að fara frá félaginu og sömu sögu er að segja af Zlatko Krickic.

KA: Ingi Freyr Hilmarsson, vinstri bakvörður Þórs, er orðaður við nágrannana í KA. Ingi Freyr spilaði með KA frá 2007 til 2009.

BÍ/Bolungarvík: Jón Hálfdán Pétursson mun taka formlega við þjálfun BÍ/Bolungarvíkur í kvöld.

Fjarðabyggð: Fjarðabyggð er í leit að varnarmanni og Milos Ivankovic gæti komið frá Huginn. Brynjar Jónasson, besti leikmaðurinn í 2. deild í sumar, verður líklega áfram hjá Fjarðabyggð en tvíburabróðir hans Andri er sagður á förum. Fjarðabyggð gæti fengið Ása Þórhallsson á láni frá FH en hann var að klára 2. flokk.

Grótta: Páll Einarsson og Úlfur Blandon eru helst orðaðir við þjálfarastólinn á Seltjarnarnesi eftir að ljóst varð að Jóhannes Karl Guðjónsson og Sigurður Ragnar Eyjólfsson taka ekki við.
Athugasemdir
banner