Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 21. október 2014 11:31
Elvar Geir Magnússon
Baldur Sigurðsson skoraði fyrir varalið SönderjyskE
Badur Sigurðsson.
Badur Sigurðsson.
Mynd: Ingólfur Hannes Leósson
KR-ingurinn Baldur Sigurðsson er staddur hjá danska úrvalsdeildarfélaginu SönderjyskE þar sem hann æfir með liðinu til reynslu.

Í gær spilaði Baldur leik með varaliði félagsins og byrjaði þar sem miðvörður samkvæmt stuðningsmannasíðu SönderjyskE.

Baldur og félagar unnu 4-1 sigur á endanum gegn varaliði Vejle Boldklub og skoraði Baldur þriðja mark síns liðs.

SönderjyskE er í sjöunda sæti dönsku úrvalsdeildarinnar.

Baldur hefur verið lykilmaður hjá KR og er fyrirliði liðsins. Ef Baldur verður seldur til Danmerkur verður miðja KR liðsins breytt næsta tímabil. Finnur Orri Margeirsson, leikmaður Blika, er sagður á óskalista KR en Farid Zato er á förum frá félaginu.
Athugasemdir
banner
banner
banner