Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 21. október 2014 07:30
Daníel Freyr Jónsson
Heimild: Goal.com 
Bayern íhugar að kaupa Marco Reus
Marco Reus.
Marco Reus.
Mynd: Getty Images
Forráðamenn FC Bayern munu á næstunni ræða hvort kaupa eigi þýska landsliðsmanninn Marco Reus frá Borussia Dortmund.

Þetta staðfestir Karl-Heinz Rummenigge, framkvæmdastjóri Bayern, en Reus hefur verið einn besti leikmaður Dortmund undanfarin tvö ár.

Hefur hann verið reglulega orðaður við Bayern, en hann er með ákvæði í samningi sínum sem gerir hvaða félagi sem er frjálst að kaupa hann fyrir 25 milljónir evra.

,,Við munum ræða þetta rólega innanbúðar. Síðan munum við komast að niðurstöðu," sagði Rummenigge í samtali við Kicker.

,,Þegar öllu er á botninn hvolft er þetta ákvörðun leikmannsins. Klásúan er þekkt og meira er ekki hægt að segja."

Bayern hefur á síðustu tveimur árum hrifsað bestu leikmenn Dortmund til sín, þá Mario Götze og Robert Lewandowski.
Athugasemdir
banner
banner
banner