Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 21. október 2014 20:55
Alexander Freyr Tamimi
Drogba: Hazard leyfði mér að taka vítið
Drogba fagnar marki sínu með liðsfélögunum.
Drogba fagnar marki sínu með liðsfélögunum.
Mynd: Getty Images
Didier Drogba, framherji Chelsea, var að vonum ánægður með 6-0 sigurinn gegn Maribor í Meistaradeild Evrópu í kvöld.

Drogba skoraði annað mark Chelsea í leiknum úr vítaspyrnu, en hann bað vítaskyttuna Eden Hazard um að fá að taka spyrnuna.

Fílabeinsstrendingurinn endaði feril sinn hjá Chelsea á sínum tíma með því að skora úr víti og hjálpa Lundúnaliðinu að vinna Meistaradeildina gegn Bayern Munchen og segir hann ákveðna rómantík felast í því að hafa skorað sitt fyrsta mark í endurkomunni af vítapunktinum.

,,Að enda tíma minn hjá Chelsea með vítaspyrnu og byrja á ný með vítaspyrnu er fallegt," sagði Drogba.

,,Ég er mjög ánægður vegna þess að við spiluðum vel í dag. Við skoruðum eitt og svo tvö en hættum ekki, við héldum áfram að spila."

,,Ég vildi skora þetta mark. Ég spurði Eden Hazard og hann leyfði mér það. Liðsandinn er svo frábær hérna. Við deilum mörkum og samgleðjumst þegar allir skora, og þetta verður gott fyrir sjálfstraust mitt."

Athugasemdir
banner
banner
banner