Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 21. október 2014 17:30
Magnús Már Einarsson
Farid ekki farinn frá KR
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ekkert hefur verið ákveðið með framtíð miðjumannsins Farid Zato hjá KR.

Orðrómur hefur verið um að Farid sé á förum frá KR en hann á eitt ár eftir af samningi sínum.

Baldur Stefánsson, varaformaður knattspyrnudeildar KR, sagði við Fótbolta.net í dag að leikmannamál félagsins muni ekki skýrast betur fyrr en þjálfaramálin verði ljós.

Líklegt er að Rúnar Kristinsson sé á leið til Lilleström og Bjarni Guðjónsson hefur einna helst verið orðaður við þjálfarastöðuna í kjölfarið.

Baldur segir að nýr þjálfari ráði því hvort einhverjir leikmenn yfirgefi herbúðir KR.

Farid kom til KR í byrjun árs eftir að hafa leikið með Víkingi Ólafsvík í fyrra. Talsverð óvissa var í kringum félagaskipti Farid þar sem hann hafði einnig samið við Þórsara. Á endanum náðist þó sátt um málið og Farid spilaði með KR í sumar.

Þessi 22 ára gamli leikmaður spilaði tuttugu leiki í deild og bikar í sumar en á dögunum spilaði hann með landsliði Tógó í tveimur vináttuleikjum gegn Úganda. Tógó hafði betur í báðum leikjunum 1-0.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner