Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 21. október 2014 21:18
Magnús Már Einarsson
Ingvar Jónsson æfir með Atdvidabergs
Mynd: Ingólfur Hannes Leósson
Ingvar Jónsson, markvörður Stjörnunnar, mun á sunnudag halda til Svíþjóðar þar sem hann mun æfa með Åtvidabergs.

Åtvidabergs FF er í sjöunda sæti í sænsku úrvalsdeildinni en tvær umferðir eru eftir þar.

Ingvar mun æfa með liðinu í eina viku og horfa á leik þess gegn Malmö í lokaumferðinni laugardaginn 1. nóvember.

Ingvar átti frábært tímabil með Stjörnunni en hann var valinn leikmaður ársins hjá Fótbolta.net.

Frammistaðan hefur skilað Ingvari sæti í íslenska landsliðshópnum og búast má við að hann verði í hópnum gegn Belgíu og Tékklandi í næsta mánuði.

Hannes Þór Halldórsson aðalmarkvörður landsliðsins spilar með Sandnes Ulf í Noregi. Ingvar og Gunnleifur Gunnleifsson æfa ásamt Guðmundi Hreiðarssyni markmannsþjálfara landsliðsins á Íslandi þessa dagana til að halda sér í formi fyrir leikina en Ingvar verður einnig í viku í Svíþjóð við æfingar.

,,Landsliðsþjálfarnir lögðu áherslu að ég færi út til að æfa við toppaðstæður og halda mér í góðu formi fyrir næstu landsliðsverkefni í nóvember," sagði Ingvar við Fótbolta.net í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner
banner