Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 21. október 2014 22:04
Magnús Már Einarsson
Jón Aðalsteinn tekur við KF (Staðfest)
Mynd: KF
Knattspyrnufélag Fjallabyggðar, KF, hefur náð samkomulagi við Jón Aðalstein Kristjánsson um að hann þjálfi meistaraflokk félagsins næstu þrjú árin.

,,Jón er reynslumikill þjálfari sem þekkir mjög vel til 2.deildarinnar en undanfarin tvö ár hefur hann þjálfað 2.flokkinn hjá Breiðablik. Félagið býður Jón hjartanlega velkominn til starfa," segir í fréttatilkynningu frá KF.

Áður en Jón Aðalsteinn tók til starfa hjá Blikum þjálfaði hann meðal annars Hamar í 2. deildinni og Þrótt Vogum í 3. deild.

Jón Aðalsteinn tekur við KF af Dragan Stojanovic sem hætti eftir tímabilið.

KF endaði í 7. sæti í 2. deildinni í sumar með 27 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner