þri 21. október 2014 19:27
Elvar Geir Magnússon
Kristinn Rúnar nýr þjálfari Fram (Staðfest)
Kristinn Rúnar er tekinn við Fram. Hér tekur hann í höndina á Sverri Einarssyni, formanni Fram.
Kristinn Rúnar er tekinn við Fram. Hér tekur hann í höndina á Sverri Einarssyni, formanni Fram.
Mynd: Fram.is
Kristinn Rúnar Jónsson hefur skrifað undir samning við Fram og tekur við þjálfun liðsins. Þetta fékk Fótbolti.net staðfest rétt í þessu.

Kristinn skrifaði undir tveggja ára samning við Framara sem féllu úr Pepsi-deildinni á liðnu tímabili undir stjórn Bjarna Guðjónssonar.

Hinn fimmtugi Kristinn þekkir vel til hjá Fram en hann spilaði með liðinu í áraraðir. Kristinn þjálfaði síðan Framara frá 2001 þar til í byrjun júní 2003 þegar hann fékk að taka pokann sinn. Kristinn þjálfaði einnig ÍBV í úrvalsdeild árið 2000.

Frá árinu 2007 hefur Kristinn Rúnar síðan verið þjálfari hjá U19 ára landsliði karla en lætur nú af því starfi þar sem samningur hans er útrunninn.

Ekki er búið að ganga frá ráðningu á aðstoðarmanni með Kristni en þau mál ættu að skýrast á morgun.

Ljóst er að miklar breytingar verða á leikmannahópi Fram sem þegar hefur misst fimm leikmenn frá því að liðið féll niður í 1. deildina.
Athugasemdir
banner
banner
banner