þri 21. október 2014 10:00
Magnús Már Einarsson
Skrtel: Ekki kenna öftustu línu um varnarleikinn
Mynd: Getty Images
Martin Skrtel, varnarmaður Liverpool, segir að það sé ósanngjarnt að kenna einungis vörn liðsins um slakan varnarleik á þessu tímabili.

Liverpool hefur fengið sextán mörk á sig í ellefu leikjum á tímabilinu en liðið hefur einungis haldið einu sinni hreinu það sem af er.

,,Auðveldasta leiðin er að gagnrýna varnarmennina og markvörðinn," sagði Skrtel.

,,Ég hef sagt áður að vörnin snýst ekki einungis um öftustu fjóra, þetta snýst um allt liðið."

,,Við sækjum saman og við verjumst saman. Við vitum að þetta var ekki nógu gott um helgina (gegn QPR) en við munum reyna að bæta okkur."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner