Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 21. október 2014 21:44
Alexander Freyr Tamimi
The Sun: „Þreyttur Sterling djammaði til 3 um nótt“
Raheem Sterling.
Raheem Sterling.
Mynd: Getty Images
Raheem Sterling, leikmaður Liverpool, er á forsíðu breska götublaðsins The Sun á morgun.

Þessi 19 ára gamli sóknarmaður hefur verið mikið í umræðunni eftir að hann dró sig úr landsleik Englands gegn Eistlandi vegna þreytu, en landsliðsþjálfarinn Roy Hodgson greindi frá því.

Götublaðið The Sun birtir á morgun frétt þess efnis að Sterling hafi verið úti á lífinu til 3 um nótt með þeim Alex Oxlade-Chamberlain og Danny Welbeck kvöldið eftir að hann sagðist hafa verið þreyttur í Eistlandi.

Óhætt er að segja að Sterling hafi ansi mikið fengið að heyra það undanfarið og ekki virðist það ætla að minnka.


Athugasemdir
banner
banner
banner